Feðgarnir Magnús Hjörleifsson og Ari Magg eiga og reka saman ljósmyndastúdíóið Magg. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í um þrjátíu ár, lengst af undir nafninu Studio Magnús, fyrst með aðsetur í Hafnarfirði, þá Listhúsinu Laugardal og Snorrabraut og síðustu árin í hjarta Reykjavíkur, við Hverfisgötuna og nú í Skipholtinu. Árið 2006 var nafni fyrirtækisins breytt í MAGG.
Í stúdíóinu starfa að jafnaði nokkrir einstaklingar, einn til tveir ljósmyndarar, aðstoðarljósmyndari, stílisti og framkvæmdastjóri. Með þessa samsetningu getur Magg tekið að sér framleiðslu á stórum auglýsingaherferðum sem smáum og hefur öðlast víðtæka reynslu á því sviði síðasta áratug. Magg hefur verið virkur þátttakandi í mótun og ímyndarsköpun fyrir fjölmarga viðskiptavini og þróað í samvinnu við auglýsingastofur heildarútlit og stemmningu sem hefur svo í framhaldi verið náð með framúrskarandi ljósmyndum.
Ljósmyndir og ljósmyndaherferðir Magg hafa unnið til fjölmargra viðurkenninga bæði innanlands og utan. Má þar helst nefna ljósmyndaherferð 66°Norður sem vann til hinna virtu Evrópsku EPICA verðlauna árið 2004 og 2005.
Kúnnahópur Magg er fjölbreyttur og þarfir viðskiptavina eru ólíkar. Jafnframt því að sjá um framleiðslu á stórum auglýsingaherferðum tökum við að okkur hefðbundnari ljósmyndun af ýmsum stærðum og gerðum, t.d. starfsmannamyndatökur og ýmis konar corporate myndatökur. Meðal viðskiptavina Magg má nefna allar helstu auglýsingastofur landsins; EnnEmm, Jónsson & Le'macks, Pipar, Íslensku auglýsingastofuna og Hvíta Húsið, auk verkefna fyrir erlendar auglýsingastofur á borð við Ogilvy & Mather og Young & Rubicam í New York og Naked í London. Auk þess fjölmarga viðskiptavini á borð við Símann, Landsbankann, 365 miðla, 66°Norður, Actavis, Icelandair og fleiri. Meðal erlendra viðskiptavina má finna t.a.m Motorola, Campbell's, William Grant & Sons, Monocle, Time Magazine, Wallpaper, I-D Magazine, The Sunday Times, Observer Magazine og Monopol.
Allar frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Magg, Auður Karitas Ásgeirsdóttir.